Forsvarsmenn fiskvinnslu í Dalvíkurbyggð
Forseti á hádegisverðarfund með forsvarsmönnum fiskvinnslufyrirtækja í Dalvíkurbyggð þar sem þeir kynntu starfsemi og stöðu sinna fyrirtækja sem öll eru traust þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi og sækja fram á mörgum sviðum. Á hádegisverðarfundinum voru fulltrúar Ektafisks, Fiskverkunar Dagmanns, Norðurstrandar, O. Jakobssonar og Samherja, sem allir gerðu grein fyrir sinni starfsemi. Hádegisverðurinn var eldaður af Júlíusi Júlíussyni sem er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík.
Myndir.