TrackWell - Upplýsingatækni
Forseti heimsækir upplýsingatæknifyrirtækið
TrackWell sem þróar kerfi sem annast eftirlit með fiskveiðum og umferð og fleiri þáttum. Kerfin hafa verið notuð á Íslandi um árabil og eru nú m.a. notuð til að fylgjast með flutningabifreiðum í Bandaríkjunum og fiskveiðum á Maldíveyjum. Rætt var um hvernig nýta mætti sóknarfæri íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðavísu, einkum í ljósi þess hlutverks sem Ísland hefur gegnt sem þróunarmiðstöð slíkra kerfa.
Mynd.