Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Forseti á fundi með stjórnendum og nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði sem stofnaður var árið 2004 með samstarfi sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi. Námsskipan við skólann er byggð á að nýta upplýsingatækni til hins ítrasta og kynnti forseti sér hvernig tölvunotkun nemenda leiðir til nýrra aðferða við kennslu í stærðfræði, íslensku, þýsku og fleiri greinum og hvernig hópastarf í opnu rými er grundvöllur nýrra kennsluaðferða. Forseti flutti ávarp á fjölmennum fundi nemenda og kennara, svaraði fyrirspurnum og átti sérstakan fund með kennurum.
Myndir