Veftré Print page English

Fornleifafræðinemar HÍ


Forseti tekur á móti fornleifafræðinemum við Háskóla Íslands, sem heimsóttu Bessastaði í vísindaferð á vegum félags síns Kuml. Forseti kynnti þeim þjóðminjar á Bessastöðum, ræddi um varðveislu fornleifa og minja en nemendurnir skoðuðu síðan Bessastaði, einkum fornleifakjallarann sem sýnir merki um byggð á Bessastöðum, meðal annars konungsgarðinn á fyrri öldum.