Veftré Print page English

Samfélagsleg ábyrgð


Forseti á fund með Steve Rochlin og fulltrúum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem skipa stjórn Eþikos, rannsóknaseturs við HR. Rætt var um hvernig fyrirtæki geta byggt upp traust og samkeppnishæfni á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar og alþjóðlegan samanburð ríkja á þessu sviði en rannsóknir Rochlins hafa sýnt að Ísland er meðal þeirra ríkja sem mestum árangri hafa náð. Rætt var um áhrif hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu á viðhorf til markaðar og samfélags, þróun mála í Bandaríkjunum og árangur Íslendinga á sviði sjálfbærrar nýtingar orku- og sjávarauðlinda.