Íslensk hönnun
Forseti heimsækir hönnunarfyrirtækið
Syrusson sem hannað hefur fjölbreytt húsgögn, bæði fyrir heimli, stofnanir og fyrirtæki sem og hina nýju Guðríðarkirkju í Grafarholti. Öll húsgögnin eru smíðuð á Íslandi og var rætt um möguleika íslenskrar hönnunar og húsgagnafyrirtækja á að koma sér á framfæri.
Heimsókn í Syrusson. Frá vinstri: Forseti Íslands, Magnús St. Magnússon, Reynir Syrusson og Ingunn Jónsdóttir.
Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.