Veftré Print page English

Fellaskóli


Forseti heimsækir Fellaskóla í Breiðholti, kynnir sér starfsemi skólans, ræðir við nemendur og kennara, kemur við í kennslustofum og tekur þátt í samkomu allra nemenda skólans þar sem flutt voru tónlistaratriði, forseti flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum. Í Fellaskóla eru nemendur af meira en 40 þjóðernum og tala þeir margvísleg tungumál. Skólinn glímir við það verkefni að fræða og þjálfa nemendur frá mörgum löndum, kenna þeim íslensku og stuðla að nýsköpun samfélagsins í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á uppruna íbúa. Forseti ávarpaði einnig fund kennara og fræddist um starf skólans og hvernig erfiðleikar í efnahagsmálum hafa áhrif á hugarfar nemenda og starf skólans.