Veftré Print page English

Mentor. Upplýsingakerfi í þágu skólastarfs


Forseti heimsækir Mentor, sem þróað hefur hugbúnaðarkerfi fyrir grunnskóla í þeim tilgangi að efla árangur nemenda og styrkja skólastarf. Kerfið er notað í nokkur hundruð skólum á Íslandi og í Svíþjóð og verið er að kynna það í fleiri löndum. Það nýtist skólastjórnendum, kennurum, nemendum og foreldrum og felur í sér fjölþætt tækifæri til að efla skólastarf.



Heimsókn í Mentor. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Pétursson, stjórnarmaður Mentor, Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Hildur Oddsdóttir, Ingunn Karen Sigurðardóttir, Gísli Benediktsson, Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor, Ásta Dís Óladóttir, stjórnarformaður Mentor, forseti, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Andrea Kristín Gunnarsdóttir, Valtýr Jónasson, Karl Ragnar Juto, Andreas Stenlund, Ívar Þór Steinarsson, Auðunn Ragnarsson.