Veftré Print page English

Frumkvöðlasetrið Sproti


Forseti kynnir sér starfsemi frumkvöðla- og tækniþróunarsetursins Sprota sem nýlega var stofnað á Hvanneyri af Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vaxtarsamning Vesturlands. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum rannsókna- og þróunaraðstöðu við háskólann sem og leiðbeiningar og ráðgjöf kennara við skólann.