Forseti Íslands
The President of Iceland
Háskólinn í Bifröst
Forseti heimsækir Háskólann í Bifröst, kynnir sér starfsemi skólans, ræðir við stjórnendur hans, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum á fjölmennum fundi nemenda og kennara. Rætt var um þróun háskólans, alþjóðavæðingu menntunar, lærdóma sem draga má af efnahagskreppunni á Íslandi og í veröldinni og mikilvægi þess að háskólafólk taki virkan þátt í umræðunni um nýjar leiðir. Einnig lagði forseti áherslu á ríkan mannauð Íslendinga og þær auðlindir sem þjóðin býr yfir.
Letur: |
| |