Veftré Print page English

Saga Vélstjórafélags Íslands


Forseti tekur á móti forystumönnum Félags vélstjóra og málmtæknimanna en formaður VM Guðmundur Ragnarsson afhenti forseta nýtt rit, Sögu Vélstjórafélags Íslands, sem gefið hefur verið út í tilefni af 100 ára afmæli vélstjórafélaga. Fyrsta stéttarfélag vélstjóra var stofnað 20. febrúar 1909. Jón Þ. Þór er höfundur sögunnar og í ritinu er ítarlega greint frá þróun vélsmíða, menntunar og framkvæmda á síðustu öld.