Veftré Print page English

Framadagar 2009


Forseti setur Framadaga í Háskólabíói en þeir eru samstarfsverkefni háskólanemenda og atvinnulífs, skipulagðir af AIESEC, alþjóðlegum stúdentasamtökum. Í ávarpi sínu lagði forseti áherslu á mikilvægi sprotafyrirtækja og tækifærin sem opnast hefðu á mörgum sviðum þrátt fyrir hina efnahagslegu erfiðleika. Einnig kynnti hann boð Masdar stofnunarinnar um styrki til íslenskra námsmanna. Slíkt boð væri vitnisburður um að víða um veröldina væri sóst eftir þátttöku og þekkingu Íslendinga. Ávarp forseta var birt í kynningarriti Framadaga.