Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna. Verðlaunin hlaut verkefnið Gönguhermir sem unnið er af Andra Yngvasyni, Bjarka Má Elíassyni og Jónu Guðnýju Arthúrsdóttur.
MyndirFjögur verkefni hlutu sérstaka viðurkenningu.
1. Stökklar og stökkbreytingar í erfðaefni mannsins sem unnið er af Martini Inga Sigurðssyni.
2. Bætibakteríur Hin hliðin sem unnið er af Hugrúnu Lísu Heimisdóttur.
3. Hvernig haga einstæðir foreldrar fæðingarorlofi? sem unnið er af Rannveigu Sigríði Ragnarsdóttur.
4. Framleiðsla etanóls úr hýdrólýsötum með hitakærum bakteríum sem unnið er af Máneyju Sveinsdóttur.