Veftré Print page English

Eyrarrósin


Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag þriðjudaginn 10. febrúar kl 16:00.

Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og mun hún afhenda viðurkenninguna og verðlaunagripinn.

Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2009: Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði; Landsnámssetur Íslands í Borgarnesi og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Eitt þessara verkefna hlýtur verðlaunafé að upphæð 1,5 miljónir króna og verðlaunagrip sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hefur gert.

Fréttamönnum og ljósmyndurum er velkomið að vera viðstaddir athöfnina á Bessastöðum, en nánari upplýsingar um Eyrarrósina veita Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar og Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri hjá Listahátíð í Reykjavík í síma 561 2444 og 891 9683.