Veftré Print page English

Viðræður um ríkisstjórn


Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun eiga fund með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag, sunnudaginn 1. febrúar, kl. 12:00. Formaður Samfylkingarinnar mun gera forseta grein fyrir niðurstöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórnarmyndun.

Forseti Íslands hefur jafnframt boðað Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismann og starfandi félagsmálaráðherra til Bessastaða í dag kl. 13:00. Að loknum þeim fundi verður rætt við fréttamenn. Fréttatilkynning.