Laun forseta
Í framhaldi af úrskurði Kjararáðs sem dagsettur var 13. janúar síðastliðinn skrifaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir því að laun sín væru lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra, eins af handhöfum forsetavalds, enda segir í úrskurði Kjararáðs að forseti geti sjálfur óskað eftir slíku við fjármálaráðherra.
Samkomulag hefur orðið milli forseta og fjármálaráðherra um að laun forseta verði lækkuð á þann hátt.