Veftré Print page English

Fálkaorðan


Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1.  janúar 2009,  sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:

1. Ástbjörg Stefanía Gunnarsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði í almenningsíþróttum og lýðheilsu
2. Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og menningarlífs
3. Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks verkafólks
4. Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir smíði báta- og skipalíkana
5. Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir, Grundarfirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála og forvarna
6. Jón Arnþórsson forstöðumaður Iðnaðarsafnsins, Akureyri, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunnáttu og safnamenningar
7. Jón Eiríksson fræðimaður og fyrrverandi oddviti, Vorsabæ á Skeiðum, riddarakross fyrir félagsstörf og framlag til menningarsögu
8. Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámsseturs Íslands, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu leiklistar og nýsköpun í miðlun menningararfs
9. María Jónsdóttir kvæðakona og fyrrverandi bóndi, Hvolsvelli, riddarakross fyrir framlag til varðveislu þjóðlegrar kvæðamenningar
10. Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála
11. Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar



Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, Ástbjörg Stefanía Gunnarsdóttir, Grímur Karlsson, Jón Arnþórsson, Hildur Sæmundsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Grétar Þorsteinsson, Jón Eiríksson, Steinunn Þórarinsdóttir, María Jónsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Sigurður Guðmundsson