Veftré Print page English

Andlát Halldóru Eldjárn


Við andlát Halldóru Eldjárn fyrrverandi forsetafrúar hefur forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sent fjölskyldu hennar eftirfarandi samúðarkveðju:

„Halldóra Eldjárn naut ætíð mikillar virðingar meðal þjóðarinnar og Íslendingar sameinast um að heiðra minningu hennar. Hún stóð við hlið eiginmanns síns, Kristjáns Eldjárn forseta Íslands, af ábyrgð og skyldurækni, mótaði heimilisbrag á Bessastöðum, heimsótti byggðir landsins og var ásamt Kristjáni virtur fulltrúi þjóðarinnar. Með hógværð sinni og alúð markaði hún djúp spor í sögu hins unga lýðveldis. Fólkið í landinu hugsaði ætíð til hennar með hlýju og þakklæti.

Við andlát hennar vottum við Dorrit fjölskyldunni einlæga samúð okkar.“