Forseti Íslands
The President of Iceland
Laun forseta
Fyrir helgina sendi forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen eftirfarandi bréf:
Í samræmi við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006 um Kjararáð, sem nú er til meðferðar á Alþingi og varðar lækkun launa ráðherra og annarra ráðamanna vegna hins mikla vanda sem nú steðjar að þjóðinni, fer ég fram á að laun forseta Íslands verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds.
Það bann við skerðingu kjara forseta á kjörtímabili hans sem kveðið er á um í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar var sett til að vernda forsetann gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Þetta ákvæði kemur hins vegar ekki í veg fyrir að forsetinn óski sjálfur eftir launalækkun þegar þjóðarhagur kallar á lækkun launa fjölmargra annarra ráðamanna og Alþingi setur lög þar um. Við slíkar aðstæður er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hið sama gildi um forsetann.
Því sendi ég yður, hæstvirtur fjármálaráðherra, hér með formlega ósk um slíka sambærilega lækkun launa forseta Íslands.
Letur: |
| |