Veftré Print page English

Sendiherra Indlands


Forseti á fund með sendiherra Indlands hr. Sivaraman Swaminathan sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum en hann er fyrsti sendiherra Indlands sem hefur aðsetur á Íslandi. Forseti vottaði sendiherranum samúð vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai og fagnaði því að Indverjar hefðu nú opnað sendiráð í Reykjavík. Rætt var um samvinnu landanna á ýmsum sviðum, í vísindum, tækni og viðskiptum, og þátttöku forsetans í leiðtogafundum TERI en á næsta ári verða þeir helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Einnig var rætt um bráðun jökla í Himalayafjöllunum og nauðsyn rannsókna á því sviði. Ísland býr að einhverri elstu lýðræðishefð í veröldinni og Indverjar eru stærsta lýðræðisríki veraldar og því fæli samvinna landanna í sér fjölmörg tækifæri á alþjóðavettvangi fyrir auknu lýðræði og mannréttindum.