Veftré Print page English

Vettvangsheimsóknir: Landspítali-háskólasjúkrahús


Forseti heimsækir Landspítala-háskólasjúkrahús og ávarpar starfsfólk og svarar fyrirspurnum á tveimur fundum sem haldnir voru í matsölum Landspítala við Hringbraut og Landspítala í Fossvogi. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að varðveita þann góða árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðiskerfis á Íslandi. Hann getur orðið þjóðinni vegvísir um árangur á komandi tímum. Þrátt fyrir rýrari efnahag þjóðarinnar tókst á undanförnum áratugum að þróa hér heilbrigðiskerfi í fremstu röð.  Íslensk gildi og samfélagshugsjón voru tengd við þekkingu og reynslu sem sótt hefur verið um víða veröld. Forseti hvatti einnig starfsmenn heilbrigðisstofnana til að taka virkan þátt í þeirri samfélagsumræðu sem nú sé brýn.