Veftré Print page English

Hugspretta - Landnám nýrra hugmynda


Forseti tekur þátt í hugmyndafundi sem Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, og Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, efna til í Háskólabíói. Markmið fundarins var að fá ungt fólk til að móta hugmyndir um möguleika Íslands og eigin tækifæri til nýsköpunar. Forseti lagði í ávarpi sínu áherslu á að Ísland eigi sér bjarta framtíð með frábærum lífsgæðum og spennandi möguleikum, einkum ef nýsköpun og fjölbreytni séu höfð að leiðarljósi. Auk forseta, fluttu ræður og ávörp á fundinum m.a. Björk Guðmundsdótir, Magnús Scheving, Guðjón Már Guðjónsson, Auður Eir Vilhjálmsdótir og Hrund Árnadóttir.