Veftré Print page English

Vettvangsheimsóknir: Kópavogur


Forseti heimsækir starfsfólk félagsmálaþjónustu Kópavogs og ræðir hvernig nýir erfiðleikar skapa aukin verkefni í félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þvínæst átti forseti fund með stjórnendum fræðslumála og íþróttastarfs í bæjarfélaginu og kynnti sér hvaða áhrif atburðir undanfarinna vikna hafa haft á hugarfar nemenda, starfsemi í grunnskólum og starfsemi íþróttafélaganna.

Þá mætti forseti á afar fjölmennan fund í Menntaskólanum í Kópavogi og lagði þar áherslu á þann mannauð sem menntakerfið á Íslandi hefði skapað og margvíslegar áuðlindir íslands. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika gæti unga kynslóðin vænst bjartrar framtíðar á Íslandi. Þá átti forseti samræðustund með sveit eldri borgara í Kópavogi sem kom saman í félagsmiðstöðinni Gjábakka. Þar var fjallað um reynslu kynslóðarinnar sem nú er á efri árum. Ýmsir tóku til máls og minntu á þær miklu breytingar sem orðið hefðu á Íslandi á undanfarinni hálfri öld og hvernig þjóðin hefði ævinlega sigrast á djúpstæðum erfiðleikum.