Veftré Print page English

Vettvangsheimsóknir: Marel og Múlalundur


Forseti heimsækir Marel og ræðir við starfsfólkið um hvernig bregðast eigi við þeim erfiðleikum sem við blasa en greinilegt er að fyrirtæki eins og Marel sjá margvísleg sóknarfæri á komandi árum, möguleikar þeirra til útflutnings hafa styrkst og vaxandi líkur eru á að fyrirtækið geti bætt við sig menntuðu fólki til starfa á Íslandi á komandi misserum. Fram kom að mikilvægt væri að fordæmi Marels og þróun þess yrði öðrum til eftirbreytni og hvatningar.

Þá heimsótti forseti vinnustofu Múlalundar og ræddi við starfsmenn um viðbrögð þeirra við atburðum síðustu daga og kynnti sér framleiðslu þessa verndaða vinnustaðar.