Vettvangsheimsóknir: Sparisjóðirnir og Mjólkursamsalan
Forseti heimsótti höfuðstöðvar Sambands sparisjóða og Icebank og ræddi við starfsfólk á staðnum og starfsfólk sparisjóðanna úti á landi sem tengdir voru við fundinn með fjarfundabúnaði. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að sparisjóðirnir, fjórða stoðin í íslenska bankakerfinu, yrði áfram öflug enda ættu þeir rætur vítt og breitt í byggðum landsins og hefðu öflugt og hæft starfsfólk í sínum röðum.
Myndir. Þá heimsótti forseti Mjókursamsöluna og hélt fund með starfsfólki um stöðu Íslands á komandi árum, mikilvægi þess að eiga öflugan landbúnað sem sparaði þjóðinni dýrmætan gjaldeyri enda fæðuöryggi mikilvægur þáttur í stöðu þjóða eins og forseti benti á í ræðu við setningu Búnaðarþings nýlega. Þá svaraði forseti á báðum fundunum fjölmörgum spurningum fundarmanna.