Vettvangsheimsóknir: Sjávarútvegur og hugbúnaður
Forseti hóf
vettvangsheimsóknir sínar með heimsókn í HB Granda í morgun og ræddi við stjórnendur fyrirtækisins og starfsfólk í matsal HB Granda. Einnig heimsótti forseti hugbúnaðarfyrirtækið CCP sem starfar í gömlum húsakynnum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þar starfa tugir af ungu fólki sem byggt hefur alþjóðlega starfsemi á eigin hugviti. Í báðum heimsóknunum var rætt um erfiða stöðu Íslendinga og hvernig hægt væri að sækja fram í krafti náttúruauðlinda og mannauðs.
Myndir frá heimsókninni í HB Granda.