Veftré Print page English

Ólympíuleikar fatlaðra


Forseti tekur á móti íslensku keppendunum í Ólympíuleikum fatlaðra, Paralympics, sem fram fóru nýlega í Kína ásamt fjölskyldum þeirra, fararstjórum og forystusveit Íþróttasambands fatlaðra. Forseti óskaði keppendum til hamingju með árangurinn og áréttaði hvernig þátttaka Íslendinga í Ólympíuleikum fatlaðra á undanförnum áratugum hefði gefið þjóðinni nýja trú á getu einstaklinga. Fordæmi þeirra væri mikilvægt fyrir þá sem þyrftu að glíma við fötlun eða afleiðingar af slysum.