Veftré Print page English

Heimskautaréttur


Forseti flytur setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um heimskautarétt, Looking beyond the International Polar Year: Emerging and Reemerging Issues in International Law and Policy in the Polar Regions. Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri með þátttöku fjölmargra sérfræðinga og fulltrúa alþjóðastofnana, meðal annars Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Í ræðunni fjallaði forseti um þróun mála á Norðurslóðum og hvers vegna svæðið hefði öðlast aukið vægi á alþjóðavettvangi. Mikilvægt væri að laga lög og reglur að þeim verkefnum sem blöstu við og tryggja rétt frumbyggja sem búið hefðu á Norðurslóðum í árþúsundir. Hlýnun jarðar, bráðnun heimskautaíss og loftslagsbreytingar hefðu sett þróun á Norðurslóðum í nýtt ljós. Þörf væri á að nýta þær miklu orkulindir sem þar væri að finna og skipuleggja hvernig ný norðurleið, siglingar milli Asíu og Evrópu og Ameríku um norðurslóðir, gætu nýst á sviði heimsviðskiptanna. Ræða forseta.