Veftré Print page English

Ráðstefna um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi


Forseti flytur ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi  í Dhaka í Bangladess. Ráðstefnuna sótti fjöldi áhrifamanna, vísindamanna og sérfræðinga frá 17 löndum, m.e. Kína, Indlandi, Pakistan og fleiri löndum í Asíu. Einnig sóttu hana stjórnendur alþjóðastofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skipulögðu ráðstefnuna í samvinnu við heimamenn og Ohio ríkisháskólann í Bandaríkjunum. Á ráðstefnunni fluttu erindi Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Dagfinnur Sveinbjörnsson sérfræðingur í þróunarmálum.

Í tengslum við ráðstefnuna átti forseti viðræður við dr. Rattan Lal, prófessor við Ohio ríkisháskólann, sem er einn helsti sérfræðingur heims í landgræðslu og jarðvegsfræðum. Rætt var um ýmsar leiðir til að auka samvinnu við íslenska vísindamenn og rannsóknarstofnanir, en dr. Lal hefur verið eindreginn hvatamaður þess að rannsóknir á vegum Landgræðslu ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands nýttust á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn landeyðingu.