Veftré Print page English

Hellisheiði - Los Angeles


Forseti hittir Antonio Villaraigosa borgarstjóra Los Angeles í Hellisheiðarvirkjun og sýnir honum virkjunina ásamt starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Rætt var um nýtingu jarðhita í Kaliforníu og möguleika á samvinnu Íslendinga og yfirvalda í Los Angeles og Kaliforníuríki. Einnig var borgarstjóranum kynnt niðurdælingarverkefnið sem íslenskir og bandarískir vísindamenn vinna að og felur í sér að koltvísýringi úr andrúmslofti sé dælt niður í borholur við Hellisheiðarvirkjun þar sem það breytist í fast efni.