Forseti Íslands
The President of Iceland
Skautbúningur forsetafrúar
Skautbúningurinn sem forsetafrú Dorrit Moussaieff klæðist við embættistöku forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar var saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu. Hann var saumaður á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingismanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.
Jakobína baldýraði treyjuna með gullþræði sem enn er gljáandi og fallegur og er munstrið sóleyjarmunstur sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Á ermunum eru 7 hnappar úr víravirki með laufi.
Brjóstnælan er gömul víravirkisnæla sem er gjöf frá Ólafi Ragnari til Dorritar.
Í samfellunni (pilsinu) er listsaumur með sóleyjarmunstrinu saumaður með silkiþræði.
Víravirkisbeltið með sprota er smíðað af Gísla Árnasyni gullsmið frá Ísafirði (18591942).
Koffrið smíðaði Þórarinn Ágúst Þorsteinsson (18591945) gullsmiður frá Ísafirði.
Blæjan er í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands og er frá um 1910. Hún er úr bómullartjulli og er applikeruð.
Letur: |
| |