Íslensku safnaverðlaunin
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag, sunnudaginn 13. júlí, afhenda Íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem hefst á Bessastöðum kl. 16:00.
Í dag er haldið upp á íslenska safnadaginn.
Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár því safni sem þykir hafa skarað fram úr. Þau voru fyrst afhent árið 2000. Kallað var eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingum í blöðum og bárust yfir 60 tillögur. Endurspeglar það fjölbreytni og metnað í íslensku safnastarfi. Á grundvelli tillagnanna frá almenningi eru þrjú söfn tilnefnd til verðlaunanna. Sérstök dómnefnd fjallar um þau söfn sem tilnefnd eru.
Í ár eru Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðsströnd tilnefnd til verðlaunanna.
Fjölmiðlum er boðið að senda fulltrúa sína á athöfnina á Bessastöðum. Í
fréttatilkynningu má lesa greinargerð dómnefndar um þau söfn sem tilnefnd eru til safnaverðlaunnanna árið 2008.