Veftré Print page English

Skipalestir - Arctic Convoys


Forseti flytur ávarp við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um skipalestir í síðari heimsstyrjöldinni, Arctic Convoys. Þær gegndu mikilvægu hlutverki í sigri Bandamanna. Ráðstefnan er skipulögð af Háskóla Íslands og Alþjóðaveri. Í henni tekur þátt fjöldi erlendra sagnfræðinga og annarra sérfræðinga. Auk þess hefur nokkur hópur eftirlifandi sjómanna sem voru í skipalestunum komið til landsins af þessu tilefni. Þúsundir sjómanna fórust þegar skipum þeirra var sökkt á þessum árum.