Forseti Íslands
The President of Iceland
Ástralía og Ísland - samstarf í erfðafræði
Forseti á fund með Lindsay O´Brian erfðafræðingi frá Ástralíu og konu hans Sólveigu Kr. Einarsdóttur um hugsanlegt samstarf vísindamanna í Ástralíu og á Íslandi um varðveislu þeirra sérkenna í landbúnaði og ræktun sem landfræðileg staða Ástralíu og Íslands hefur skapað þeim. Í því samhengi var fjallað um öryggismál varðandi innflutning á landbúnaðarafurðum og plöntum og aukið mikilvægi þeirrar sérstöðu sem eylönd geta notið á komandi áratugum.
Letur: |
| |