Veftré Print page English

StatoilHydro


Forseti á fund með stjórnendum norska orkufyrirtækisins StatoilHydro um samvinnu þeirra við Íslendinga en fyrirtækið tekur nú þegar m.a. þátt í íslenska vetnisverkefninu og íslenska djúpborunarverkefninu sem ætlað er að kanna möguleika á nýtingu háhita á fimm kílómetra dýpi. Einnig var rætt um hlutdeild hreinnar orku við að mæta orkuþörf nýrrar aldar, m.a. möguleika á nýtingu jarðhita á hafsbotni. Fundurinn var haldinn í embættisbústað sendiherra Íslands í Ósló.