Veftré Print page English

Sendiherra Indónesíu


Forseti á fund með Retno Marsudi sendiherra Indónesíu á Íslandi sem senn lætur af störfum og tekur við stjórn Evrópu- og Bandaríkjadeildar utanríkisráðuneytis Indónesíu. Rætt var um hinn mikla árangur sem varð af heimsóknum orkumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Indónesíu til Íslands og heimsókn iðnaðarráðherra Íslands Össurar Skarphéðinssonar ásamt fulltrúum íslenskra orkufyrirtækja til Indónesíu. Indónesía býr yfir einhverjum mestu jarðhitaauðlindum veraldar og mikill áhugi er á að efla samstarf við Ísland á því sviði. Sendiherrann ítrekaði boð til forseta Íslands um að heimsækja Indónesíu í tengslum við slíkt hugsanlegt samstarf.