Veftré Print page English

Packardinn á 17. júní


Forsetabifreið Sveins Björnssonar verður notuð á ný í fyrsta sinn við opinbert tækifæri á morgun 17. júní, en endurgerð bifreiðarinnar var nýlega lokið. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson kemur til Alþingishússins í bifreiðinni við upphaf hátíðarhaldanna á Austurvelli.


Um hádegisbil verður bifreiðin við Árbæjarsafn og verður síðan ekið í hátíðarakstri Fornbílaklúbbsins frá safninu í miðbæinn. Bifreiðin verður síðan til sýnis við Þjóðminjasafnið milli kl. 14 og 17.

Bifreiðin er bandarísk af Packard-gerð frá árinu 1942. Hún var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands. Bifreiðin er eign Þjóðminjasafns Íslands en geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri.