Veftré Print page English

Dögun vetnisaldar


Forseti tekur við nýju ritverki Þorsteins Inga Sigfússonar prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Bókin ber heitið Dögun vetnisaldar – róteindin tamin. Hún kemur jafnframt út í Englandi og ber þar heitið Planet Hydrogen. Í bókinni er fjallað um nýja orkugjafa, einkum vetni og tækifæri í orkumálum framtíðarinnar. Ritið er byggt á áralöngum rannsóknum höfundar og þátttöku hans í víðtæku alþjóðlegu samstarfi, bæði háskóla, rannsóknarstofnana, stjórnvalda og alþjóðastofnana. Athöfnin fór fram í Háskóla Íslands og flutti forseti ávarp við það tækifæri, fjallaði einkum um forystu og leiðtogahlutverk Þorsteins á þessu svið og mikilvægi þess fyrir Ísland og veröldina alla.