Veftré Print page English

Hafnarfjörður hundrað ára


Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar. Forseti sat hátíðarfund bæjarstjórnar í Gúttó en þar var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn haldinn í júní 1908. Þvínæst var hátíðarsamkoma í Hafnarborg og í kjölfar hennar heilsaði forseti upp á bæjarbúa en mikið fjölmenni var á Strandgötu og var þar boðið upp á hundrað metra langa afmælistertu. Þá sótti forseti hátíðartónleika á Ásvöllum og í kvöld býður bæjarstjórn Hafnarfjarðar til hátíðarkvöldverðar.