Veftré Print page English

Víkin - sjóminjasafn


Forseti opnar Víkina - sjóminjasafnið í Reykjavík eftir gagngerar breytingar. Við það tækifæri voru varðskipið Óðinn og dráttarbáturinn Magni afhentir safninu til varðveislu. Forseti flutti ávarp við athöfnina þar sem hann fagnaði þessum merka áfanga í safnasögu þjóðarinnar. Mikilvægt væri að Íslendingar sýndu sjávarútvegi og útgerð frá fyrri tíð virðingu, þekktu þá sögu og drægju af henni lærdóma. Landhelgisstríðin hefðu verið lokaáfanginn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Án sigurs í þeim hefði efnahagsgrundvöllur hins unga lýðveldis verið ótraustur. Því væri fagnaðarefni að varðskipið Óðinn væri nú orðið hluti af sjóminjasafninu. Það minnti okkur á merka baráttusögu.