Veftré Print page English

Votlendissetur


Forseti ýtir úr vör Votlendissetri við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Votlendissetrinu er ætlað að efla menntun og rannsóknir í votlendisfræðum í samstarfi við alþjóðlegar rannsóknarstofnanir og háskóla víða um heim. Aðalráðgjafi við stofnun þess hefur verið prófessor Bill Mitch við ríkisháskólann í Ohio í Bandaríkjunum en forseti heimsótti þann háskóla ásamt forystumönnum Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins árið 2007. Markmið Votlendissetursins er meðal annars að vernda hin einstöku votlendissvæði á Hvanneyri, efla rannsóknir og menntun á sviði votlendisfræða, efla þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi og gera votlendissvæðin aðgengileg til útivistar og fræðslu. Starfsemi þess getur síðan nýst í þágu annarra votlendissvæða á Íslandi.