Nýting koltvísýrings
Forseti heimsækir
Carbon Recycling International sem er samstarfsfyrirtæki íslenskra og bandarískra aðila og stefnir að því að framleiða metanól úr koltvísýringi. Líkan af lítilli tilraunaverksmiðju er nú fullgert og er stefnt að því að fullbúin verksmiðja taki til starfa á næsta ári. Hún mun framleiða metanól sem nýst getur sem eldsneyti á ökutæki og þar með stuðlað að umhverfisvænni umferð.