Veftré Print page English

Knattspyrnuhátíð á Akranesi


Forseti tekur þátt í knattspyrnuhátíð á Akranesi sem helguð er langri sögu ÍA á vettvangi knattspyrnunnar. Þátttakendur voru margar helstu kempur Akranesliðsins: atvinnumenn, landsliðsmenn, Íslandsmeistarar og leikjahæstu leikmenn ÍA, allt frá Gullaldarliðinu til okkar tíma. Forseti flutti ávarp og síðan fór fram hátíðarleikur, svonefndur "kynslóðaleikur" í knattspyrnu.