Orkusamvinna við Tyrkland
Forseti á fund með orkumálaráðherra Tyrklands dr. Mehmet Hilmi Güler og sendinefnd hans en ráðherrann er í heimsókn á Íslandi í boði iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar. Í viðræðunum tóku einnig þátt fulltrúar íslenskra orkustofnana, fjárfestingaraðila og orkufyrirtækja. Rætt var um fjölþætta möguleika á samvinnu Íslendinga og Tyrkja við nýtingu jarðhita, byggingu vatnsaflsvirkjana og í vetnismálum. Heimsóknin er í framhaldi af viðræðum sem forseti Íslands átti í Istanbul í Tyrklandi í fyrra við forseta Tyrklands, forsætisráðherra og orkumálaráðherra.
Fréttatilkynning um heimsóknina í fyrra.