Veftré Print page English

Dönsku krónprinshjónin - Lokadagar heimsóknar - Myndir


Í síðari hluta heimsóknar dönsku krónprinshjónanna heimsóttu þau hestabúgarðinn á Dallandi, skoðuðu Nesjavallavirkjun og sátu hádegisverðarboð forsætisráðherrahjóna á Þingvöllum. Loks skoðuðu þau Gullfoss og Geysi og heimsóttu Eyrarbakka og Stokkseyri.

Á þriðja degi var haldið til Stykkishólms þar sem viðamikil dagskrá var í grunnskólanum, þá var Vatnasafnið heimsótt og gömul hús skoðuð en loks siglt um Breiðafjörð.

Í morgun heimsóttu hjónin Íslenska erfðagreiningu og kynntu sér rannsóknir fyrirtækisins. Dagskrá heimsóknarinnar. Myndir frá heimsókninni.