Veftré Print page English

Forsetabifreið Sveins Björnssonar - Endurgerð lokið


Á morgun, laugardaginn 3. maí, mun forseti taka á móti forsetabifreið Sveins Björnssonar sem nýlega hefur verið endurgerð. Bifreiðin er af Packard-gerð, frá árinu 1942, og var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands. Hún var keypt notuð frá Bandaríkjunum en bifreið sömu gerðar hafði verið gjöf Roosevelts forseta til Sveins Björnssonar en hún var um borð í Goðafossi þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944.

Bifreiðin er eign Þjóðminjasafns Íslands en verður geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri.