Veftré Print page English

Útflutningsverðlaun forseta Íslands


Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 23. apríl kl. 15:00. Formaður úthlutunarnefndar tilkynnir þá hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir.

Einnig verða afhent þrenn heiðursverðlaun í tilefni af því að Útflutningsverðlaunin eru nú 20 ára. Heiðursverðlaunin hljóta einstaklingar sem á sviði vísinda, menningar og opinberra starfa hafa eflt sérstaklega stöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Fyrirtækin sem áður hafa hlotið Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru:

· Lýsi hf. (2007)
· 3X-Stál (2006)
· Kaupþing banki hf (2005)
· Bláa Lónið (2004)
· Samherji hf (2003)
· Delta (2002)
· Go-Pro Landsteinar (2001)
· Bakkavör (2000)
· Atlanta (1999)
· SÍF (1998)
· Hampiðjan hf. (1997)
· Eimskipafélag Íslands hf. (1996)
· Guðmundur Jónasson hf. (1995)
· Sæplast hf. (1994)
· Íslenskar sjávarafurðir hf. (1993)
· Össur hf (1992)
· Flugleiðir (1991)
· Marel hf. (1990)
· Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (1989)

Fulltrúum fjölmiðla er heimilt að vera viðstaddir verðlaunaveitinguna. Æskilegt er að þeir mæti í tæka tíð og taki tillit til þess í klæðaburði að um hátíðlega athöfn er að ræða.