Sendiherra Angóla
Forseti á fund með nýjum sendiherra Angóla á Íslandi, dr. Domingos Culolo, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aukna áherslu Íslands á samskipti við ríki Afríku og hvernig Ísland geti orðið að liði á ýmsum sviðum. Sendiherrann lýsti sérstökum áhuga á þjálfun fólks í sjávarútvegi og aðkomu að orkufjárfestingum í Angóla. Þá var rætt um lærdómana af baráttu Angóla við erlenda nýlenduherra og glímunni við borgarastyrjöld í landinu ásamt nauðsyn þess að friðsamleg lausn fyndist á deilumálum í álfunni.
Sendiherra Angóla, dr. Domingos Culolo, afhendir trúnaðarbréf.