Veftré Print page English

Sendiherra Páfagarðs


Forseti á fund með nýjum sendiherra Páfagarðs á Íslandi, Monsignor Emil Paul Tscherrig, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hina ríku hlutdeild kaþólskrar kirkju í sögu Íslendinga og fjölgun kaþólskra á Íslandi á undanförnum árum, mikilvægi þess að kaþólska kirkjan auðveldaði fólki af erlendum uppruna að laga sig að íslenskum aðstæðum. Einnig var rætt um heimsókn Jóhannesar Páls páfa árið 1989 en sendiherrann var meðal þeirra sem undirbjuggu heimsóknina af hálfu Páfagarðs. Einnig var fjallað um sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur og hugmynd forseta um að færa Páfagarði styttu af Guðríði til minningar um ferðir hennar fyrir um 1000 árum en hún var fyrsta manneskjan í veraldarsögunni sem heimsótti bæði Róm og Ameríku.



Forseti Íslands og sendiherra Páfagarðs, Monsignor Emil Paul Tscherrig.