Veftré Print page English

Mahmoud Abbas. Fundur á Bessastöðum


Forseti á fund með Mahmoud Abbas forseta palestínsku stjórnarinnnar og sendinefnd hans á Bessastöðum. Rætt var um samningaferlið í Miðausturlöndum og horfurnar í friðarviðræðunum, afstöðu Bandaríkjanna og Ísraels og hvernig smærri þjóðir gætu lagt sitt af mörkum, m.a. með aðstoð við efnahagslega uppbyggingu og félagslega þróun. Lýsti Abbas áhuga á að Íslendingar létu að sér kveða í Palestínu og tækju þar þátt í ýmsum verkefnum. Að loknum fundi forsetanna ræddu þeir við fréttamenn og síðan var hádegisverður í boði forseta en þar voru á meðal gesta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formenn allra þingflokka ásamt formanni félagsins Ísland-Palestína. Myndir.